Rekstur
Rekstur


Viðskiptagreining

 
Ráðgjöf

Rekstur tölvukerfa

Við tökum að okkur rekstur tölvukerfa fyrir fyrirtæki. Rekstur tölvukerfa felur í sér alla þá umsýslu sem þarf að inna af hendi við tölvukerfi fyrirtækis í hverjum mánuði. Huga þarf að afritun gagna, uppfærslu vél- og hugbúnaðar, vírusvörnum og stofnun nýrra notenda svo eitthvað sé nefnt. Í raun má segja að þessi þjónusta feli það í sér að tryggja að tölvukerfi fyrirtækisins sé í lagi þannig að starfsmenn geti sinnt störfum sínum óhindrað. Þannig getur þú aukið rekstaröryggi fyrirtækis þíns, fækkað bilunum, lækkað rekstrarkostnað og hámarkað uppitíma tölvukerfisins. 


Notendaþjónusta 
Einn þáttur í rekstri tölvukerfa er notendaþjónusta s.s. uppsetningu á vélum, lagfæringar vegna minniháttar vélbúnaðarbilana og leiðbeiningar við notkun á Office hugbúnaði. Við veitum sveigjanlega og persónulega þjónustu þar sem leitast er við að svara þörfum viðskiptavina með skilvirkum og skjótum hætti.

Vinnustaðaþjónusta
Felur í sér viðveru rekstrarþjónustumanns sem aðstoðar notendur og sinnir viðhaldi á vinnustöðvum. Þjónusta þessi getur verið frá nokkrum klukkutímum á viku upp í fasta viðveru á staðnum alla daga vikunnar.


Símaþjónusta
Við bjóðum einnig upp á símaþjónustu til að tryggja hraða þjónustu og koma í veg fyrir óþarfa útköll. Vandamál eru þá greind í gegnum síma, þau leyst eða sérfræðingur er sendur á staðinn sé þess þörf.

Fjarþjónusta
Með því að nýta fjarþjónustu gerir þú sérfræðingum VTL kleift að tengjast tölvu viðskiptavinar í gegnum internetið.  Með notkun fjarhjálpar styttist tíminn sem fer í lausn vandamála þannig að viðskiptavinurinn getur átt von á lausn sinna vandamál mun fyrr en áður var hægt.