Rekstur
Rekstur


Viðskiptagreining

 
Ráðgjöf

Velkomin á heimasíðu Viðskipta- og tölvulausna.

Við hjá VTL sérhæfum okkur í almennri tölvuþjónustu við fyrirtæki og einstaklinga með áherslu á viðskiptalausnir sem aðlagaðar eru að hverjum viðskiptavini fyrir sig.   Fyrirtækið byggir á áralangri reynslu starfsmanna á sviði tölvuþjónustu, gerð viðskiptalausna og hugbúnaðar, rekstri tölvukerfa og annarri almennri tölvuþjónustu.

Um er að ræða lítið fyrirtæki þar sem viðskiptavinum eru tryggð fagleg vinnubrögð, sveigjanleiki og þjónustulund enda þekkjum við vel mikilvægi þess að geta nálgast persónulega þjónustu þegar hennar er þörf.

Við þekkjum jafnframt vel til hins alþjóðlega viðskiptaumhverfis í dag þar sem oft þarf að veita tölvuþjónustu utan hefðbundins skrifstofutíma, við bjóðum viðskiptavinum okkar þjónustu allan sólarhringinn sé þess þörf.

Við leitumst við að leysa öll úrlausnarefni sem fyrst þannig að biðtími viðskiptavina sé sem minnstur.