Rekstur
Rekstur


Viðskiptagreining

 
Ráðgjöf

Viðskiptalausnir

Við bjóðum upp á ýmsar viðskiptalausnir sniðnar að viðskiptavinum til að skrá og halda utan um upplýsingar, nálgast þær og setja fram á hagnýtan hátt fyrir stjórnendur, starfsmenn og viðskiptavini fyrirtækisins.

OLAP – Stjórnendalausnir
OLAP (business intellegance) er eitt mikilvægasta tækið sem fyrirtæki geta beitt í dag til að ná fram hagkvæmni í rekstri og tryggja áreiðanleika upplýsinga og að þær nái til þeirra sem þurfa þeirra með. Við sérhæfum okkur í smíði á stjórnendalausnum og að finna leiðir til að auðvelda aðgang að öllum þeim upplýsingum um rekstur fyrirtækja sem safnast fyrir í ólíkum kerfum og eru oft óaðgengileg. Við höfum t.a.m. áralanga reynslu af smíði á OLAP lausnum fyrir þá sem eru með SQL gagnagrunna. Einnig er hægt að draga upplýsingar úr öðrum kerfum eins og ORACLE og Navison yfir í SQL og vinna með þær þar.

Framsetning upplýsinga
Það er reynsla VTL að ekki nægir að safna upplýsingum um fyrirtækið, rekstur þess, framleiðslu, framlegð eða annað á einn stað. Það er lykilatriði að tryggja einfalda og læsilega framsetningu þessara upplýsinga. Því höfum við sérhæft okkur í mismunandi lausnum sem hjálpa til við aðgengi að þeim gögnum sem unnið er með á hverjum tíma, hvort sem um er að ræða upplýsingar sem dregnar eru beint út úr gagnagrunnum fyrirtækis eða upplýsingar sem finna má með öðrum hætti.

Framsetning gagna - Microsoft Office
Hægt er að birta upplýsingar með einföldum hætti með mörgum af þeim Microsoft office forritum sem notuð eru daglega í flestum fyrirtækjum. Þannig er hægt að birta upplýsingar úr OLAP kubbum í gegnum Excel töflur eða Pivot töflur og uppfærast upplýsingar þá sjálfkrafa samhliða uppfærsluferli OLAP-kubbanna. Einnig er hægt að birta upplýsingar í gegnum Access, Word, PoverPoint, innraneti og Publisher m.a. í formi fastra skýrslna sem t.a.m. geta innihaldið nauðsynlegar upplýsingar fyrir mánaðarskýrslur eða önnur reglubundin uppgjör einstakra starfsmanna, deilda eða fyrirtækja.

Framsetning gagna – Sharepoint 
Viðskipta- og tölvulausnir eru í nánu samstarfi við hið sænska fyrirtæki DSPanel sem hefur meðal annars þróað einn öflugasta hugbúnaðinn á markaðnum í dag til að gera mælaborð stjórnenda. Hugbúnaðurinn er keyrður annað hvort á Moss eða WSS og tryggir einfaldan og auðveldan aðgang að stjórnendaupplýsingum yfir netið. Auðvelt er að stýra öllum aðgangi að upplýsingum þannig að stjórnendur sjái aðeins þær upplýsingar sem þeir þurfa hverju sinni.