Rekstur
Rekstur


Viðskiptagreining

 
Ráðgjöf

Ráðgjöf

Við veitum viðskiptavinum okkar ráðgjöf á sviði tölvumála, tökum að okkur innleiðingu tölvukerfa og hjálpum til við að finna út hvaða hugbúnaður hentar hverju sinni.

Þarfagreining og kaup á vélbúnaði
Oft getur verið erfitt að ákveða hvaða vélbúnað best er að kaupa enda þarfir starfsmanna ólíkar innan hvers fyrirtækis. Við tökum að okkur að gera þarfagreiningu fyrir fyrirtæki þar sem meðal annars er skoðað hvaða vélbúnað hver starfsmaður þarf og hvar kaupa má hagkvæmastan búnað hverju sinni.

Innleiðing tölvukerfa
Við höfum mikla reynslu af því að stýra innleiðingu ólíkra tölvkerfa hjá fyrirtækjum. Þannig höfum við stýrt innleiðingu á Navison, Sharepoint og verkbókhaldskerfum hjá fjöldamörgum fyrirtækjum. Með því að fá sérhæfða aðila til að innleiða ný tölvukerfi tryggir þú rétta notkun kerfanna og eykur líkur á því að þau skili þeirri virkni sem lagt var upp með í upphafi.

Val á hugbúnaði Við leggjum okkur fram um að kynna okkur þær hugbúnaðarlausnir sem í boði eru hverju sinni. Við erum jafnframt í samstarfi við fjöldamörg fyrirtæki sem bjóða upp á ólíkar lausnir. Má þar nefna fyrirtækið Verkefnalausnir sem er umboðsaðili MindManager á Íslandi. Hugbúnaðurinn hefur m.a. verið mikið notaður af starfsmönnum fyrirtækisins við undirbúning stjórnendaupplýsinga þar sem móta þarf hvaða upplýsingar þarf að nálgast og á hvaða forsendum þær eiga að byggja.